-Siðareglur Stangaveiðifélags Reykjavíkur-

1.GR. – Markmið og gildissvið

Siðareglur félagsins gilda fyrir stjórn og starfsfólk. Tilgangur þeirra er að stuðla að því hagsmunir félagsins séu hafðir að leiðarljósi í allri ákvarðanatöku og í samskiptum við félagsmenn, viðskiptavini og aðra hagsmunaaðila.

Stangaveiðifélag Reykjavíkur (SVFR) vinnur faglega og sýnir ábyrgð í umhverfis- og samfélagsmálum.

2. GR. – Almenn siðaviðmið

Félagið er ábyrgur samfélagsþegn. Ávallt skal leitast við að fylgja almennum viðmiðum um siðferði í viðskiptum og þeim reglum sem félagið hefur sett sér.

3. GR. – Meðferð trúnaðarupplýsinga
Trúnaðarupplýsingar sem stjórn, starfsfólk og þeir sem sinna trúnaðarstörfum fyrir félagið verða áskynja um í störfum sínum fyrir SVFR skal meðhöndla sem slíkar nema lög standi til annars.

4. GR. – Siðferðileg álitamál

Starfsfólk, stjórnarmenn og þeir sem sinna trúnaðarstörfum fyrir SVFR skulu vera félaginu trúir og vinna að hagsmunum þess í hvívetna.

Starfsfólk SVFR og aðrir sem starfa fyrir félagið eru hvattir til þess að ræða við stjórn og/eða fulltrúaráð ef það telur siðferðileg álitamál koma upp tengd starfsemi félagsins.  Starfsfólk er einnig hvatt til þess að tilkynna stjórn og/eða fulltrúaráði um misbresti sem það kann að verða vart við.

5. GR. – Annað

Störf stjórnar eru ólaunuð en stjórn þiggur umbun fyrir stjórnarstörf sem ákvörðuð er á aðalfundi SVFR.

Launaðri vinnu einstakra stjórnarmanna á vegum félagsins skal stillt í hóf.

 

Þannig samþykkt 2015