Almennar upplýsingar

  • Staðsetning: Þverárdalur, 140 km frá Reykjavík. Þverá er hliðará Haukadalsár og sameinast henni rétt við veiðihús Haukadalsár.
  • Veiðisvæði: Veiðisvæði Þverár er frá er frá efsta fossi í ánni og niður að ármótum Þverár og Haukadalsár eða um 13 kílómetra löng.
  • Tímabil: 19. júní til 20. september.
  • Veiðileyfi: Seldir eru stakir dagar; Þriðjud., fimmtud., laugard. og sunnudagar 1 stöng í senn.
  • Daglegur veiðitími: 12 tíma veiðiregla gildir í Þverá. Mönnum er frjálst að veiða þegar þeim hentar þó ekki á milli 22:00 – 07:00 eða um hánóttina.
  • Fjöldi stanga: Ein stöng
  • Leyfilegt agn: Fluga
  • Vinsælar flugur: Hitch og smáflugur
  • Meðalveiði: Ekki vitað því skráningu er ábótavant.  Vinsamlegast skráið veiðina í bók í Veiðihúsinu við Haukadalsá eða sendið tölvupóst á [email protected] með veiðitölum.
  • Kvóti: Veitt og sleppt.

Veiðihús

Ekkert veiðihús er við ána en við bendum á gistimöguleika í nágrenninu

Veiðin

Þverá í Þverárdal rennur í Haukadalsá við veiðistaðinn Blóta, rétt fyrir neðan veiðihús Haukadalsár í Dölum. Þverá er lítil og nett einnar stanga á og er áin 13 kílómetra löng með aragrúa ómerktra hylja. Aðeins er leyfð veiði á flugu og öllum fiski skal undantekningarlaust sleppt. Áin hlykkjast niður eyðidal og myndar marga skemmtilega hylji og strengi á leið sinni niður dalinn. Enginn vegur er við ána og því þurfa veiðimenn að vera tilbúnir að hafa töluvert fyrir veiðinni og ganga 10-20 kílómetra yfir daginn. Að vera við veiðar í Þverá er frábær skemmtun og ævintýri líkast og því kjörin fyrir þá sem eru til í að leggja land undir fót í skemmtilegri veiðiferð. Veiðidögum í ánni er stillt í hóf, en einungis verða leyfi seld laugardaga, sunnudag, þriðjudaga og fimmtudaga.

Áin hentar einstaklega vel fyrir alla þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í fluguveiðinni og vilja komast í skemmtilega laxveiði á góðu verði. Fyrir þá sem hafa gaman af nettri veiði og mikilli útivist þá er þessi á algjörlega kjörin því þú ert einn í heiminum við Þverá.