Almennar upplýsingar

 • Staðsetning: Þistilfjörður, um 600 km frá Reykjavík.
 • Veiðisvæði: Veiðisvæðið er u.þ.b. 12 km langt frá Sandárfossi niður í ós.
 • Tímabil: 24.júní til 19. september.
 • Veiðileyfi: Veitt er í þrjá daga í senn, frá hádegi til hádegis, nema í opnun þegar veitt er frá morgni 24. júní til hádegis 27. júní.
 • Daglegur veiðitími: 7.00–13.00 og 16.00–22.00 en frá og með 14. ágúst kl. 7.00–13.00 og 15.00– 21.00.
 • Fjöldi stanga: 4 stangir 9.7 – 14.8. Veitt á 3 stangir 24.6-9.7 og frá 14.8 til 19.9.
 • Leyfilegt agn: Fluga.
 • Vinsælar flugur: Svört Frances, Rauð Frances, Sunray Shadow, Collie Dog, Gáru-túpa.
 • Meðalveiði: 300-500 laxar á ári.
 • Kvóti: Öllum laxi skal sleppt og einungis veitt með flugu. .
Veiðikort

Veiðihús

 • Herbergi: Fjögur tveggja manna herbergi
 • Svefnpláss: Fyrir 8 manns
 • Vöðlugeymsla: Sér vöðlugeymsla
 • Fjöldi sænga: Fyrir 8 manns.

Sandá hentar afar vel samstilltum hópum og fjölskyldum enda fylgir rúmgott og afar vel útbúið veiðihús með fjórum tveggja manna svefnherbergjum með baðherbergi og sturtu.

Góður sólpallur er við húsið og gasgrill. Nýlegt og gott veiðihús þar sem fer vel um gesti.  Klósettpappír er í húsinu sem og hreinsivörur svo hægt sé að þrífa að dvöl lokinni. Hægt er að kaupa þrif. Í húsinu er bakaraofn, sjónvarp og helsti borðbúnaður fyrir að lágmarki fyrir 8 manns.

Lyklar að húsinu eru í sérstöku lyklahúsi sem opnast með kóða. Fólksbílafært er að veiðihúsinu.

Hann getur einnig haft milligöngu um þrif á húsinu vilji veiðimenn kaupa slíka þjónustu.

Veiðin

Sandá er falleg laxveiðiperla á Norð-Austurlandi sem færri hafa komist í en hafa viljað síðustu ár.  Um er að ræða vatnsfalla með meðalrennsli um 12-20 rúmmetra.  Fallegir veiðistaðir sem dreifast ágætlega um veiðisvæðið.

Veiðisvæðið í Sandá er um 12 kílómetra langt. Áin heldur vel vatni og afar sjaldgæft er að veiðimenn lendi í að veiða ánna í of litlu vatni. Þvert á móti skapar lágt vatn í ánni fleir skemmtileg skilyrði með fleiri kjörnum gáruhnútsveiðistöðum. Áin er fiskgeng um 12 kílómetra upp að Sandárfossi.

Leiðarl‎‎ýsing að veiðihúsi

Beygt er á afleggjarann að bænum Flögu, þaðan er um 3 kílómetrar í veiðihúsið og er það á vinstri hönd.

Annað

Veiðireglur: Veitt er á þrjár stangir í upphafi og lok veiðitímans. Yifr hásumarið er veitt á 4 stangir í ánni. Við vekjum athygli á því að aðeins er veitt eftir veiða/sleppa fyrirkomulagi. Veiðimenn eru hvattir til að taka hreistursýni en góð aðstaða er til þess við húsið.Gott kort af ánni má prenta út af vef SVFR eða með því að smella hér: