Persónuverndarstefna

Persónuvernd
Með því að nota vefsíðu SVFR og vefverslunina okkar, samþykkir þú eftirfarandi skilmála um persónuvernd.

Við gætum beðið þig um að láta okkur fá persónulegar upplýsingar sem gætu verið notaðar til að bera kennsl á þig eða hafa samband við þig. Þegar þú pantar hjá okkur biðjum við þig um upplýsingar svo sem nafn, tölvupóstfang, heimilisfang og greiðslukortaupplýsingar. Við notum þessar upplýsingar til að ganga frá pöntuninni þinni og koma henni til þín. Fjármálatengdar upplýsingar eru eingöngu nýttar til að innheimta greiðslu fyrir pöntun þína.

Með því að skrá netfangið þitt hjá okkur munt þú fá markaðsefni, tilboð og aðrar fréttir frá okkur í gegnum tölupóst, sem við höldum að þú hafir áhuga á. Þú getur alltaf skráð þig af tölvupóstlistanum okkar.

Við leggjum okkur fram við að vernda allar persónulegar upplýsingar sem viðskiptavinir okkar gefa upp á heimasíðunni. Við heitum viðskiptavinum okkar fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem þeir gefa upp í tengslum við viðskiptin og upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

Privacy policy All personal information will be strictly confidential and will not be given or sold to a third party.