Kvennadeild SVFR er flottur hópur af kraftmiklum veiðikonum sem vilja gera veg veiðikvenna meiri og vekja áhuga annarra kvenna á þessari dásamlegu íþrótt sem stangveiði er.

Meðal annars er stefnt að því að vera með opin hús reglulega yfir vetrartímann fyrir konur sem hafa áhuga á og vilja kynnast stangveiði. Verður áherslan á að hafa kvöldin fjölbreytt og áhugaverð hvort sem er fyrir byrjendur eða lengra komna. Þetta er því frábær vettvangur fyrir konur sem eru að feta sín fyrstu skref í veiði og fyrir þær sem vilja efla þekkingu sína. Þarna eiga allar veiðikonur erindi, ungar sem aldnar, að njóta skemmtilegs félagskapar, deila veiðisögum en umfram allt að hafa gaman. Allar konur sem hafa áhuga á stangveiði eru velkomnar.

Markmið deildarinnar

1. Að efla kvennastarf innan SVFR og auka þáttöku kvenna í félaginu
2. Að auka áhuga kvenna á stangveiði
3. Að fræða konur og auka þekkingu þeirra á stangveiði
4. Að efla tengsl kvenna innan sportsins/stangveiðinnar

Þessum markmiðum skal m.a ná með reglulegum fundum, fræðslu, fyrirlestrum, umræðum og skemmtilegum viðburðum. Nánari upplýsingar er að finna á skrifstofu SVFR og opin hús verða kynnt fyrir félagsmönnum þegar að þeim kemur.

 

Stjórn kvennadeildar 2020-2021:

 

Lilja Kolbrún Bjarnadóttir, formaður

Berglind Ólafsdóttir

Helga Gísladóttir

María Hrönn Magnúsdóttir