DAGSKRÁ FRÆÐSLUNEFNDAR
Fræðslunefnd félagsins undirbýr hnýtingakvöld á vegum félagsins. Kvöldin hafa notið mikilla vinsælda og leiðbeinandi er sem fyrr hinn magnaði Sigþór Steinn Ólafsson. Þessir skemmtilegu viðburðir standa félagsmönnum SVFR opnir og er velkomið að taka með sér gesti. Allir áhugasamir stangaveiðimenn eru hvattir til þess að mæta. Hér er kjörinn vettvangur fyrir vana sem óvana að koma saman, hnýta flugur og spjalla. Allt efni er á staðnum og einnig þau tæki sem þarf til hnýtinganna. Hnýtt er í húsnæði Stangaveiðifélags Reykjavikur, að Rafstöðvarvegi 14 í Elliðaárdal.

VEIÐIDAGAR BARNA Í ELLIÐAÁNUM
Ár hvert er nokkrum dögum í Elliðaánum úthlutað í barna og unglingastarf félagsins. Sendur er tölvupóstur til félagsmanna þar sem þeir eru beðnir um að sækja um pláss. Mikil ásókn er í þessa daga og því er nauðsynlegt að skrá sig sem fyrst eftir að opnað er á umsóknir.

Fræðslunefnd

NafnHlutverktölvupóstfang
Hrafn ÁgústssonFormaður
Bjarni Freyr Rúnarsson
Karl Gíslason
Ólafur Ágúst Haraldsson
Sigþór Steinn Ólafsson