Veiðihúsið – vinsamlegast athugið!

Ekki er mögulegt að tengja húsið við rennandi vatn þar sem dælubúnaður og lagnir hafa gefið sig. Verið er að vinna að viðgerðum en af þeim sökum er salernið lokað þangað til að viðgerðum er lýkur.

Við þökkum skilninginn

Almennar upplýsingar

 • Staðsetning: Mosfellssveit – 10 km í vestur átt frá Reykjavík
 • Veiðisvæði: Um 8 km frá sjó upp að Tröllafossi
 • Tímabil: 25. júní – 22. september
 • Veiðileyfi: 1 vakt í senn í júní, júlí og ágúst en heilr dagar í september.
 • Daglegur veiðitími: 7:00-13:00 og 16:00-22:00, eftir 15. ágúst færist seinni vakt fram um klukkutíma og er 15:00-21:00
 • Kvóti: 4 laxar á stöng á hverja vakt í júní, júlí og ágúst en öllum laxi skal sleppt í september
 • Fjöldi stanga: 2 á vakt
 • Sleppiskylda: Vinsamleg tilmæli eru að sleppa laxi yfir 70cm ef hann er lífvænlegur og yfir en öllum laxi skal sleppa í september
 • Leyfilegt agn: Fluga og maðkur í júní, júlí og ágúst en eingöngu fluga í september
 • Vinsælar flugur: Allar helstu laxaflugur, Green Butt, Collie Dog, Black and Blue, Frances, Sunray.
Leirvogsá – veiðistaðakort

Umfjöllun um Leirvogsána í Veiðimanninum:

Leirvogsá í Veiðimanninum

Veiðihús

 • Herbergi: Hvíldaraðstaða fyrir 4 manns
 • Vöðlugeymsla: Nei

Veiðihúsið er í landi Norður-Grafar. Það er gamalt en þjónar vel tilgangi sínum. Í því er rafmagn, heitt vatn, eldunaraðstaða og vatnssalerni. Á bílastæðinu er gámur sem notaður er til að gera að og ganga frá afla. Veiðimenn eru beðnir um að ganga vel um veiðihúsið, ána og umhverfi hennar, ræsta húsið vel fyrir brottför og taka með sér allt rusl.

Veiðin

Meðaltal veiða frá árinu 2000 – 2019 er rúmlega 500 laxar á 2 stangir. Metveiði var árið 2008 og veiddust þá 1173 laxar í ánni. Þá er hörku sjóbirtingsveiði í ánni.

Veiðireglur

Í Júní, júlí og ágúst er leyfilegt agn fluga og maðkur. Leyfilegt er að veiða með maðk frá sjó og upp að “Gömlu brú”. Fyrir ofan “Gömlu Brú” er fluga eingöngu leyfð á tímabilinu. Þá er 4 laxa kvóti á vakt á umræddu tímabili en tilmæli er að sleppa öllum 70 cm og yfir. Í september er fluga eingöngu leyfð og skal öllum laxi sleppt.

Fyrir hverja vakt skulu veiðimenn hittast við veiðihúsið í landi Norður Grafa 15 mínútur áður en veiði hefst og skulu veiðimenn sammælast um svæðisskiptingu hverju sinni.

Leiðarl‎‎ýsing að veiðihúsi

Frá Reykjavík er ekið sem leið liggur um Vesturlandsveg gegnum Mosfellsbæ yfir Leirvogsá og tekinn þriðji afleggjari á hægri hönd í gegnum iðnaðarhúsahverfi. Þessi vegur kvíslast fljótlega og er fyrst farinn vinstri afleggjari og síðan sá hægri. Ekið er eftir honum alls 3,5 kílómetra og ekið niður brekku, þá blasir veiðihúsið við á hægri hönd.

[justified_image_grid preset=1 last_row=hide rml_id=93]