Gisting

Gisting fyrir 31 manns í þjónustu. Þrettán tveggja manna herbergi og 5 eins manns með sameiginlegu baði og sturtuaðstöðu. Fæðisskylda kr. 17.900 á mann  á dag. (kr. 2000 auka ef einn á stöng/herbergi)

Tímabil

Frá 29. maí til 28. ágúst

Veiðin

Urriði, 14 stangir, eingöngu fluga með flugustöng. Kvóti er einn fiskur á vakt.

Púpur -straumflugur og þurrflugur er algengasta agnið í Mývatnssveit og þá veitt á flotlínur.

Hentar

Byrjendum sem lengra komnum.

Almennar upplýsingar

Leiðarlýsing
Laugardalsá – veiðistaðakort
Húsavík
Clear
10:4615:08 GMT
Feels like: -5°C
Wind: 21km/h S
Humidity: 68%
Pressure: 1007.79mbar
UV index: 0
TueWedThu
1/0°C
8/6°C
8/3°C
Staðsetning: Mývatnssveit
Lengd ársvæðis: 22 km
Lengd veiðisvæðis: 22 km
Aðengi að veiðihúsi: Fólksbílafært
Aðengi að veiðistöðum: Fólksbílafært að mörgum annars á jeppling. Nokkur ganga á flesta veiðistaði árinnar.
Meðalveiði: Um 3.000 urriðar eru færðir til bóka á ári hverju.
Merktir veiðistaðir: 178
Kjörin fyrir: Urriðaveiðimenn sem vilja upplifa einstaka veiði og vatnasvæði.
Veiði hefst: 29. maí
Veiði líkur: 26. ágúst
Veiðifyrirkomulag: Hægt að kaupa staka daga með fæðisskyldu. Algengast eru þó 3 daga holl.
Morgunvakt: 08:00-14:00
Eftirmiðdagsvakt: 16:00-22:00
Skipting: Fyrir eftirmiðdagsvakt
Mæting í hús: 1 klst fyrir eftirmiðdagsvakt
Brottför úr húsi 1 klst eftir morgunvakt
Fjöldi stanga: 14 stangir
Kvóti: Leyfilegt er að hirða 2 urriða á vakt.
Öllum urriða undir 36 cm og yfir 60 cm skal sleppt.
Leyfilegt agn: Fluga
Vinsælar flugur: Þyngdar púpur, þurrflugur og straumflugur.

Veiðihúsið – Hof

Fyrirkomulag: Fæðisskylda
Fjöldi herbergja: 13 tveggja manna og 5 einstakl.
Svefnpláss: 31 manns
Sængur og koddar: Uppábúin rúm.
Herbergi með baði: Nei
Baðherbergi: Sameiginleg
Vöðlugeymsla:
Heitur pottur:
Gufubað nei
Aðgerðaraðstaða: Góð aðgerðaraðstaða er í veiðihúsinu og frystir.
Þráðlaust net: Háhraðatenging er í húsinu
Sjónvarp:
Umsjón og veiðivarsla: Gústaf Gústafsson
Sími: 662 4156
Tölvupóstfang: [email protected]
Opið: Mán. til fim. 08:00-16:00
fös. 12:00-16:00
Neyðarlínan 24/7 112

Laxá í Mývatnssveit

„Aldrei upplifað annað eins!“ Það hafa margir veiðimenn látið þessi orð falla, ekki síst eftir sína fyrstu heimsókn í Mývatnssveitina. Óhætt er að fullyrða að urriðasvæðin í Laxárdal og Mývatnssveit séu einstök á heimsvísu. Þeir sem vilja fá ógnarfallegt umhverfi og mikið af urriða þá er Mývatnssveitin rétti staðurinn. Fyrir utan góða og jafna veiði undanfarin ár þá er áin einstök. Hraðir strengir og fallegir flóar, flúðir og hægfara hyljir; allt í umhverfi sem á engan sinn líka. Þetta er einfaldlega svæði sem allir fluguveiðimenn verða að prófa að minnsta kosti einu sinni á ævinni. Í Mývatnssveit er meðalstærðin smærri en í Laxárdal en þar veiðast talsvert fleiri fiskar. Aðgengi er erfiðara en í Laxárdal og þurfa veiðimenn að ganga spöl að veiðistöðum á sumum svæðum. Sumarið 2018 veiddust alls 3.468 urriðar á svæðinu sem var 6% aukning frá því 2017. Kvóti er á veiðinni, tveir urriðar á dag, einn á hvorum dagsparti. Veiðimönnum er skylt að sleppa smáfiski undir 35cm að lengd og fiskum sem eru stærri en 60cm.

Aðgengi að veiðistöðum er nokkuð gott. Hægt er að fara akandi nálægt flestum veiðistöðunum en að nokkrum veiðistöðum í efri hluta árinnar þarf að fara gangandi nokkurn spöl. Gott getur verið að hafa bakpoka með sér þegar t.d. Hofstaðaey er veidd, en þá gjarnan er maður út í eyju alla vaktina.

BÚNAÐUR
Við mælum með að notaðar séu einhendur 9 – 10 feta því lengri stangir henta mjög vel í andstreymis púpuveiðar. Við mælum með flotlínum í púpuveiðarnar, flotlínum með sökkenda í straumfluguveiðina. Best er að vera með stangir sem ráða við þyngdar púpur og tökuvara svo við mælum með stöngum fyrir línuþyngd 5-7. Fyrir þurrfluguveiðina mælum við með nettari græjum, línuþyngd 4-5.

[justified_image_grid orderby=rand last_row=hide limit=9 rml_id=46]

Veiðihúsið – Hof

Við ánna er notalegt veiðihús með 13 tveggja manna herbergjum og 5 eins manns sem getur tekið 31 veiðimann í gistingu. Húsið hefur sinn sjarma en en herbergin eru frekar smá með sameiginlegri hreinslætisaðstöðu. Einnig er heitur pottur við húsið. Stór sameiginlega seturstofa er í húsinu og matsalur.

Góð aðgerðaraðstaða er í Hofi og hægt að frysta afla. Einnig bendum við á að vinsælt er að fara með afla í reyk á Skútustöðum.

Fæðisskylda er í húsinu og kostar einn dagur kr. 17.900 séu tveir á stöng/herbergi. Annars er kr. 2.000.- aukagjald ef einn á stöng eða herbergi.

ATH. að veiðimenn sem ætla að taka með sér fiska úr ánni er bent á að ekkert laxaplast verður í húsinu, sem er hluti af umhverfisstefnu félagsins.

Leiðarl‎‎ýsing að veiðihúsi

Veiðisvæðið er í um 70 km fjarlægð frá Akureyri. Keyrt er yfir Fljótsheiði á leið austur frá Akureyri. Þegar komið er niður af heiðinni er tekin hægri beygja í átt að Laugum (vegur 1) og keyrt sem leið liggur í átt að Mývatni. Þegar komið er að vinstri beygju sem liggur yfir brúnna sem er yfir Laxá þá er veiðihúsið þar á vinstri hönd þegar komið er yfir brúnna.

[justified_image_grid orderby=rand rml_id=108]