Gisting

Gisting fyrir 20 manns í húsi með fulla þjónustu. Tíu tveggja manna herbergi, öll með sturtu- og salernisaðstöðu.

Tímabil

Frá 31. maí til 29. ágúst

Veiðin

Urriði, 10 stangir, eingöngu fluga. Öllum fiski sleppt. Meðalveiðin er um 700 urriðar á ári.

Hentar

Öllum sem hafa hug á því að veiða á einu besta urriðasvæði heims.

Almennar upplýsingar

Leiðarlýsing
Húsavík
Clear
10:4615:08 GMT
Feels like: -5°C
Wind: 21km/h S
Humidity: 68%
Pressure: 1007.79mbar
UV index: 0
TueWedThu
1/0°C
8/6°C
8/3°C
Staðsetning: Laxárdalur í Mývatnssveit
Lengd ársvæðis: 19 km
Lengd veiðisvæðis: 19 km
Aðengi að veiðihúsi: Fólksbílafært
Aðengi að veiðistöðum: Fólksbílafært að mörgum annars á jeppling. Nokkur ganga á suma veiðistaði.
Meðalveiði: 700 urriðar
Veiðisvæði 6
Merktir veiðistaðir: 98
Kjörin fyrir: Urriðaveiðimenn
Veiði hefst: 31. maí
Veiði líkur: 29. ágúst
Veiðifyrirkomulag: 1-3 daga holl
Morgunvakt: 08:00-14:00
Eftirmiðdagsvakt: 16:00-22:00
– eftir 15 ágúst 15:00-21:00
Skipting: Fyrir eftirmiðdagsvakt
Mæting í hús: 1 klst fyrir eftirmiðdagsvakt
Brottför úr húsi 1 klst eftir morgunvakt
Fjöldi stanga: 10
Kvóti: Öllum fiski sleppt
Leyfilegt agn: Fluga
Vinsælar flugur: Hinir ýmsu kúluhausar, þurrflugur og straumflugur

Veiðihúsið – Rauðhólar

Fyrirkomulag: Full þjónusta
Fjöldi herbergja: 10 tveggja manna
Svefnpláss: 20 manns
Herbergi með baði: öll herbergin
Vöðlugeymsla:
Heitur pottur: nei
Gufubað nei
   
Þráðlaust net: já, ljósleiðari
Sjónvarp:
   
Umsjón og veiðivarsla: Skrifstofa SVFR
Sími: 568 6050
Tölvupóstfang: [email protected]
Opið: Mán. til fim. 08:00-16:00
  fös. 12:00-16:00
Vaktsími eftir lokun skrifstofu:  
Neyðarlínan 24/7 112

Laxá í Laxárdal

Veiðisvæðið er í um klst. akstri frá Akureyri og um 20 mínútna akstri frá Húsavík. Þeir sem heimsækja veiðisvæðið í Laxárdalnum geta átt von á að veiða stærri urriða en víðast hvar annars staðar. Rúmlega 70% veiðinnar undanfarin ár hefur verið fiskur sem er lengri en 50 sm og heil 20% aflans í Laxárdal er meira en 60 sm langur urriði. Veiðimenn eru vel utan alfaraleiðar og eru því út af fyrir sig í mögnuðu umhverfi Laxárdalsins. Óhætt er að fullyrða að veiðisvæðið í Laxárdalnum er einstakt í sinni röð; umhverfið, vatnið og veiðin skapa órofa heild sem lætur engan ósnortinn. Hér finna menn sig vel hvort sem notaðar eru púpur, straumflugur eða þurrflugur.

Í Laxárdal eru stærri fiskar en víða annars staðar á Íslandi og sé svæðið borið saman við Mývatnssveit þá veiðast færri en stærri fiskar í Laxárdal. Aðgengi er gott í Laxárdal og þar er hægt að keyra að flestum veiðistöðum og frekar einfalt er að vaða á flestum stöðum. Á svæðinu veiddust 702 urriðar sumarið 2018 og var það tæplega 10% aukning á veiði frá því 2017.

Veiðisvæðið nær yfir meirihluta Laxárdals eða frá veiðimörkum neðst á veiðisvæði Laxár í Mývatnssveit, frá og með Ljótsstaðabakka og niður undir Laxárvirkjun.

[justified_image_grid orderby=rand last_row=hide limit=9 rml_id=45]

Veiðihúsið – Rauðhólar

Veiðihúsið Rauðhólar er nýuppgert með 10 rúmgóðum svefnherbergjum, hvert með sína sturtu- og salernisaðstöðu. Húsið liggur á fallegum stað við ána og er gott útsýni yfir hluta árinnar úr matsalnum. Ljósleiðari hefur verið lagður að húsinu og er háhraðanet í boði en ekkert gsm samband er á staðnum.

[justified_image_grid orderby=rand last_row=hide limit=9 rml_id=109]