Gisting
Gisting fyrir 12 manns í sjálfsmennsku. Sex tveggja manna herbergi, 2 með baði og tvö viðbótar baðherbergi.
Tímabil
Frá 20. júní til 20. september
Veiðin
Lax, 2-3 stangir, eingöngu fluga. Tveir laxar á vakt. Fiski yfir 70 sm sleppt.
Hentar
Litlum hópum og fjölskyldum þar sem allar stangirnar eru seldar saman
Almennar upplýsingar
LeiðarlýsingWind: 11km/h SSE
Humidity: 84%
Pressure: 997.29mbar
UV index: 0
9/6°C
11/7°C
Staðsetning: | Ísafjarðardjúp |
Lengd ársvæðis: | 16 km |
Lengd veiðisvæðis: | 6 km |
Aðengi að veiðihúsi: | Fólksbílafært |
Aðengi að veiðistöðum: | Fólksbílafært að mörgum annars á jeppling. Nokkur ganga á suma veiðistaði í efri hluta árinnar. |
Meðalveiði: | 310 laxar |
Merktir veiðistaðir: | 19 |
Kjörin fyrir: | Litla hópa, fjölskyldur |
Veiði hefst: | 20. júní |
Veiði líkur: | 20. september |
Veiðifyrirkomulag: | 2-3 daga holl |
Morgunvakt: | 07:00-13:00 |
Eftirmiðdagsvakt: | 16:00-22:00 |
– eftir 15 ágúst | 15:00-21:00 |
Skipting: | Fyrir eftirmiðdagsvakt |
Mæting í hús: | 1 klst fyrir eftirmiðdagsvakt |
Brottför úr húsi | 1 klst eftir morgunvakt |
Fjöldi stanga: | |
– 21. júní til 27. júní | 2, seldar saman |
– 27. júní til 01. sept. | 3, seldar saman |
– 1. sept. til 19. sept. | 2, seldar saman |
Kvóti: | 2 laxar á stöng á vakt |
Öllum laxi yfir 70 sm sleppt | |
Leyfilegt agn: | Fluga |
Vinsælar flugur: | Green Butt, Black and blue, Frances, Sunray |
Veiðihúsið – Tvísteinar
Fyrirkomulag: | Sjálfsmennska |
Fjöldi herbergja: | 6 tveggja manna |
Svefnpláss: | 12 manns |
Sængur og koddar: | 12 manns |
Sængur- og koddaver | nei |
Herbergi með baði: | 2 |
Baðherbergi: | 2 |
Vöðlugeymsla: | já |
Heitur pottur: | nei |
Gufubað | nei |
Eldavél: | já, rafmagns |
Ofn: | já, rafmagns |
Ísskápur: | já |
Gasgrill: | já |
Uppþvottavél: | já |
Kaffivél: | já, hefðb. kaffivél |
Þvottavél: | já |
Þráðlaust net: | já |
Sjónvarp: | nei |
Umsjón og veiðivarsla: | Skrifstofa SVFR |
Sími: | 568 6050 |
Tölvupóstfang: | [email protected] |
Opið: | Mán. til fim. 08:00-16:00 |
fös. 12:00-16:00 | |
Vaktsími eftir lokun skrifstofu: | |
Neyðarlínan 24/7 | 112 |
Laugardalsá
Laugardalsá er við Ísafjarðardjúp og rennur til sjávar í vestanverðum Mjóafirði. Áin er talin ein sú allra besta á vestfjörðum með meðalveiði síðustu fimm ára uppá 310 laxa. Hún er nett laxveiðiá með magnaða veiðistaði og vatnshraðinn kjörinn fyrir fluguveiði. Aflinn er að megninu til 1 árs lax en einnig veiðist þar töluvert af 2ja ára laxi. Til að mynda gengu inn magnaðir stórfiskar árið 2019, þar á meðal 111 sm höfðingi. Þónokkuð er af urriða í bæði vötnunum sem áin þræðir í gegnum og er því um að gera að egna fyrir hann líka.
Aðgengi að veiðistöðum er nokkuð gott. Hægt er að fara akandi nálægt flestum veiðistöðunum en að nokkrum veiðistöðum í efri hluta árinnar þarf að fara gangandi nokkurn spöl.
Áin hentar vel smærri hópum sem vilja njóta sín í einstöku náttúruumhverfi og fá að vera útaf fyrir sig. Stangirnar eru alltaf seldar saman.
Hér má skoða myndavélateljara fyrir Laugardalsá.
[justified_image_grid orderby=rand last_row=hide limit=9 rml_id=30]Veiðihúsið – Tvísteinar
Við ána er notalegt veiðihús með 6 tveggja manna herbergjum. Gott eldhús er í húsinu með helstu þægindum ss. uppþvottavél, gasgrilli o.fl. Veiðimenn mega koma í húsið klukkustund áður en veiðitími hefst og ber að rýma það klukkustund eftir að veiðitíma lýkur. Veiðimenn leggja sjálfir til mat, hreinlætisvörur, rúmföt og handklæði.
Menn eru beðnir um að þrífa húsið vel og taka allt rusl með sér er þeir yfirgefa húsið. Reykingar eru ekki leyfðar inni í húsinu og vinsamlegast skiljið ekki eftir sígarettustubba fyrir utan húsið. Húsið stendur opið og eru veiðimenn beðnir að skilja það eftir opið við brottför.
[justified_image_grid orderby=rand rml_id=105]