Á árlegum aðalfundi SVFR er kosið um formann, 3 meðstjórnendur og 5 fulltrúa í fulltrúaráð. Framboðum skal skila eigi síðar en fjórtán dögum fyrir aðalfund og eru nöfn og kynningar frambjóðenda birtar á svfr.is degi eftir að framboðsfrestur rennur út.

Félagsmenn 18 ára og eldri sem hafa greitt félagsgjöldin eru kjörgengnir. Kosning fer fram á aðalfundi en kjörgengir félagsmenn geta kosið formann og meðstjórnendur á skrifstofu félagsins síðustu fimm virka daga fyrir aðalfund.

Aðalfundur 2021 verður haldinn 25. febrúar nk.* og því er framboðsfrestur til og með 10. febrúar.

*með fyrirvara um sóttvarnarreglur

Athugaðu að þú átt að fá staðfestingu á framboðinu í tölvupósti á póstfangið sem þú skráir. Ef þú færð ekki tölvupóst innan klukkustundar frá því að þú skráir framboðið hér sendu okkur tölvupóst á [email protected] þess efnis.

 

Framboðsfrestur rann út 11.02.2021