Framboð 2021

Eftirfarandi framboð bárust fyrir lok framboðsfrestar vegna stjórnar- og fullrtrúaráðskosninga sem fram fara á aðalfundi SVFR 25. febrúar nk. Framboðunum er raðað í stafrófsröð eftir því embætti sem sóst er eftir og síðan nafni. Þar sem myndir bárust ekki hefur merki félagsins verið komið fyrir.

Kosið er um þrjú sæti í stjórn og fimm sæti í fulltrúaráð.

Formaður stjórnar

Mynd af þér

Jón Þór Ólason

Ég vil halda áfram að vinna fyrir SVFR og leggja mitt af mörkum að viðhalda glæstri sögu félagsins.

Félagi #858

Fulltrúaráðsfulltrúi

Mynd af þér

Aðalsteinn Ingólfsson

Ég er listfræðingur að mennt og hef starfað við öllk helstu listasöfn á höfuðborgarsvæðinu, m,a, verið fyrsti safnstjóri Hönnunarsafn Íslands, og er höfundur að úmlega 30 bókum um íslenska og norræna myndlist.
Stangaveiði, einkum og sérílagi silungsveiði hefur verið áhugamál frá því fyrir síðustu aldamót, í framhaldi af útivist víða um land. Ég hef dregið úr félagsmálavafstri síðustu ár, en ef verið forseti rótaríklúbbs míns og leitt opinberar nefndir á mínu starfssviði. Pestin mikla hefur hins vegar vakið með mér löngun til að umgangast fólk á nýjan leik.
Ég er skipulagður, hugmyndaríkur og ötull þar sem áhuginn er fyrir hendi. Ég kvæntur, á þrjár dætur og sjö barnabörn.

Félagi #2180

Fulltrúaráðsfulltrúi

Mynd af þér

Brynja Gunnarsdóttir

Er félagi nr.369 og búin að starfa innan stangó bæði í skemmtinefnd í nokkur ár og verið í fulltrúaráðisfulltrúi.
Er virkur veiðimaður og verið dugleg að mæta á atburði hjá félaginu t.d opið hús og aðalfundi .

Fulltrúaráðsfulltrúi

  • Mynd af þér

Elín Ingólfsdóttir

Ég hef verið virk í félagstarfi SVFR í að verða 10 ár og setti á laggirnar Kvennanefnd félagsins. Mér er annt um félagið og að það sé vettvangur fyrir alla sem hafa áhuga á stangaveiði.

Félagi #1489

Fulltrúaráðsfulltrúi

Mynd af þér

Karl Andrés Gíslason

Ég vill bjóða fram krafta mína næstu 2 ár í fulltrúaráði félagsins. Ég hef mikinn áhuga á að koma frekar að starfi félagsins og styðja við stjórn í þeim verkefnum sem framundan eru. Ég hef verið félagi í SVFR undanfarinn ár, sinnt leiðsögn fyrir félagið og starfað í fræðslunefnd 2019-2021.

Félagi #1790

Fulltrúaráðsfulltrúi

Mynd af þér

Lilja Bjarnadóttir

Ég, Lilja Bjarnadóttir, gef kost á mér í fulltrúaráð SVFR á aðalfundi félagsins þann 25.febrúar næst komandi.

Ég bý í Garðabæ, gift Hrafnkeli Reynissyni og við eigum fjögur börn. Ég er rekstrarfræðingur frá Háskólanum á Bifröst og stjórnfræðingur frá Háskólanum á Akureyri. Undanfarin 18 ár höfum við hjónin verið í verslunarrekstri, erum sérleyfishafar Levi´s á Íslandi og rekum Levi‘s verslanirnar.

Ég hef reynslu úr félagsstarfi frá FKA (Félag kvenna í atvinnulífinu), sat í stjórn Atvinnurekendadeildar og var formaður Viðskiptanefndar FKA fyrir nokkrum árum. Frá því ég gekk í SVFR hef ég verið virkur félagi og mér þykir afar vænt um félagið, auk þess sem ég hef kynnst mikið af góðu og skemmtilegu fólki. Ég er í árnefnd Langár og er formaður Kvennanefndar SVFR.

Að mínu mati er SVFR afar mikilvægur vettvangur stangaveiðimanna, hvað varðar fræðslu, tengslamyndun og aðgengi að veiðileyfum á viðráðanlegu verði.
SVFR ber að standa standa vörð um villta íslenska laxastofninn, sjóbleikju, sjóbirting og aðra ferskvatnsfiska í ám og vötnum.

Elliðaárnar eru okkar aðalsmerki og við þurfum að gæta þess að allir hlutaðeigandi aðilar umgangist árnar og allt svæðið með alúð og virðingu.
Ég óska eftir stuðningi þínum til setu í fulltrúaráði SVFR

Félagi #1731

Fulltrúaráðsfulltrúi

Mynd af þér

Ólafur Kr. Ólafsson

Félagi #140

Fulltrúaráðsfulltrúi

Mynd af þér

Örn Viðar Skúlason

Ég er rekstrarverkfræðingur með meistarapróf í fjármálum fyrirtækja og hef starfað töluvert við fjármál og stjórnun. Ég mikill áhugamaður um veiði og hef stundað bæði stang- og skotveiði um árabil. Ég er mjög töluglöggur og hef haldbæra þekkingu og reynslu á rekstri. Ég er skipulagður , agaður og þokkalegur léttur þegar svo ber undir. Ég er í árnefnd fyrir Laxárdal og er opinn fyrir því að leggja SVFR frekari lið ef eftirspurn er fyrir því.

Félagi #481

Fulltrúaráðsfulltrúi

  • Mynd af þér

Þórólfur Halldórsson

Ágætu félagsmenn

Ég býð mig fram til áframhaldandi setu í fulltrúaráði. Mér finnst eins og ég hafi alltaf verið félagi í Stangaveiðifélaginu, og er hreikinn af því að vera félagi nr. 7, þökk sé föður mínum heitnum Halldóri Þórðarsyni, sem innritaði mig í félagið á barnsaldri! SVFR er sérstakt félag að því leiti til að það er félag kynslóðanna.

Ég hef lengi verið virkur félagi í SVFR, setið í stjórn og fulltrúaráði um árabil, og gegnt virðulegu hlutverki fundarstjóra á aðalfundum og fulltrúaráðsfundum æði oft. Nýlega gafst mér tækifæri til að leggja lóð mitt á vogarskálarnar fyrir félagið, sem veiðiréttareigandi í Flekkudalsá.

Fulltrúaráð hefur miklvægu hlutverki að gegna, ekki síst með því að miðla af reynslu sinni og vera stjórn félagsins til fulltingis og aðhalds við rekstur félagsins. Þar tel ég reynslu mína og þekkingu á samningagerð og stjórnsýslu gagnlegt lóð á vogarskálarnar.

Lifið heil
Þórólfur Halldórsson
Félagi #7

Meðstjórnandi

  • Mynd af þér

Helga Jonsdóttir

Kæru félagsmenn og konur,

Ég heiti Helga Jónsdóttir og gef kost á mér til stjórnarsetu SVFR á aðalfundi félagsins þann 25. febrúar 2021. Ég starfa við innra eftirlit hjá Högum, er viðskiptafræðingur og hef lokið námskeiðinu Viðurkenndur stjórnarmaður. Menntun mín og reynsla nýtist mér því mjög vel við þau verkefni sem mér verða falin sem stjórnarmanni.

Auk þess var ég til fjölda ára mjög virk í foreldrastarfi innan Breiðabliks þar sem ég sat í barnaog unglingaráði í nokkur ár ásamt því að sitja í Símamótsnefnd þar sem viðfangsefnið var skipulagning og framkvæmd þátttöku í stærsta knattspyrnumóti sem haldið er ár hvert á Íslandi. Mikilen gefandi vinna sem krefst skipulagðra vinnubragða og mikillar samheldni.

Veiðiáhuginn fer vaxandi og draumurinn um að vera sjálfstæð veiðikona færist nær. Mín uppáhaldsveiðiá er Langá en árið 2014 krækti ég í stærsta lax sumarsins. Ónefndur leiðsögumaður kom þar aðeins við sögu. Árlega tek ég þátt í kvennaveiði með kvennadeild SVFR og er meðfylgjandi mynd tekin þar í mokveiði sumarið 2019.

Öll verkefni tek ég föstum tökum og vinn af samviskusemi og ábyrgð. Innan SVFR mun ég leita leiða til að fjölga konum í stangveiði með sérstakri áherslu á að virkja nýja veiðimenn og þannig fjölga félagsmönnum. Einnig þarf að fjölga þeim ám sem félagsmönnum standa til boða, jafnvel skoða fjölbreyttari möguleika með það að leiðarljósi að gefa fleirum tækifæri til að upplifa þá einstöku tilfinningu sem fylgir veiðinni. Auka þarf sýnileika félagsins, hefja það til frekari virðingar og gera það aðgengilegra nýjum iðkendum.

Mínir styrkleikar liggja í miklum drifkrafti, margvíðu tengslaneti í gegnum atvinnulífið og persónuleg tengsl, auk þess sem að ég þekki mjög vel til á mörgum stöðum. Ég er í miklum samskiptum við fjölda fólks í gegnum hreyfingu og útiveru en auk veiðinnar stunda ég golf og skíði. Stefnan er tekin á hálfan Járnkall (e. Iron Man) á Ítalíu í haust. Ég tek áskorunum fagnandi, hugsa í lausnum og mitt glas er alltaf rúmlega hálffullt.

Ég stóla á ykkar stuðning og hlakka til að vinna með ykkur öllum að frekari uppbyggingu félagsstarfs SVFR.

Með kærri kveðju
Helga Jónsdóttir
Félagi #2497

Meðstjórnandi

Mynd af þér

Lára Kristjánsdóttir

Síðustu daga hafa margir félagsmenn Stangaveiðifélags Reykjavíkur (SVFR) komið að máli við mig og hvatt mig til að gefa kost á mér til stjórnar SVFR vegna reynslu minnar af félagsstörfum. Mér þykir vænt um þessa hvatningu og met mikils þennan stuðning. Því hef ég ákveðið að bjóða fram krafta mína í stjórn SVFR.

Ég er sagnfræðingur að mennt og hef auk þess starfað talsvert við bókhald og tel mig þar hafa glöggt auga, þekkingu og færni. Ég er fjölskyldumanneskja, gift, á 3 börn og við öll erum áhugasamir veiðimenn.

Ég tel mig hafa margt fram að færa í stjórn félagsins. Ég þekki vel til félagsins og hef mikla reynslu af lax- og silungsveiði. Ég hef til dæmis starfað í kröftugri árnefnd Andakílsár undanfarin 15 ár.

Ég er reynd veiðikona og hef veitt meðal annars í Norðurá, Langá, Andakílsá, Hítará, Laxá í Dölum, Laxá í Kjós, Elliðaánum, Laxá í Nesi, Stóru Laxá, Krossá, Minnivallalæk og Rangánum. Þá hef ég undanfarin ár unnið við veiðileiðsögn laxveiðimanna, ein fárra kvenna á Íslandi. Þessi verkefni hafa fært mér bæði reynslu og þekkingu sem ég vil deila með félaginu.

Ungir veiðimenn og ungar veiðikonur verða að fá sitt pláss í félaginu og mikilvægt er að SVFR sé í fararbroddi á þeim vettvangi. Auka verður möguleika fjölskyldna að geta farið til veiða gegn sanngjörnu verði. Þá gengur fleira ungt fólk í félagið sem styrkir það til framtíðar og þær grundvallar hugsjónir sem félagið byggir á.

Fyrir hvað stendur SVFR? Jú, félagið stendur fyrir félagsmenn sína og þeir eiga að vera í öndvegi og ganga fyrir.

Mér er umhugað um SVFR og ásýnd þess og legg áherslu á að stjórnin starfi á heiðarlegan og grandvaran hátt.

Ég mun vinna af alefli fyrir félagsmenn Stangaveiðifélags Reykjavíkur fái ég til þess brautargengi.

Ég er tilbúin.

Lára Kristjánsdóttir
s. 696-0856
larakr@live.com
Félagi #609

Meðstjórnandi

Mynd af þér

Marteinn Jónasson

Ég er 53 ára gamall viðskiptafræðingur og rek mitt eigið fyrirtæki í prentmiðlun og ég er kvæntur og á 4 börn. Frá unga aldri hef ég stundað stangveiði og veiði bæði í vötnum og ám og er jafnáhugasamur um silungsveiði og laxveiði. Hef verið félagi í SVFR um langt árabil en hef lítið starfað fyrir og í félaginu síðustu 10 ár þar sem ég bjó erlendis um árabil en ég flutti aftur til Íslands um mitt ár 2019. Nú hef ég brennandi áhuga á því að ljá félaginu krafta mína á næstu árum.

Í fjögur ár sat ég í Skemmtinefnd félagsins ásamt Ásmundi og Gunnari Helgasonum og Hallgrími Hólmsteinssyni og er nú kominn í árnefnd Flekkudalsár. Þekki mörg af ársvæðum félagsins vel og hef veitt í þeim flestum í gegnum tíðina.

Það sem ég hef fram að færa er mikill vilji og áhugi á því að vinna að framgangi og uppbyggingu SVFR og ég hef miklar og sterkar taugar til félagsins og vil eiga þátt í því að félagið vaxi og dafni og verði um ókomna framtíð sá frábæri vettvangur sem það hefur verið hingað til. Þrír synir mínir eru upprennandi veiðimenn og ég vil leggja mitt lóð á vogaskálarnar til þess að þeir, ásamt öðrum ungum veiðimönnum og konum, eigi sterkt og öflugt félag.

Reynsla mín af félagsstarfi er þó nokkur og sérstaklega vil ég nefna störf mín fyrir félagsskap sem nefnist Round Table (svipaður alþjóðlegur félagsskapur og Rotary sem margir þekkja). Þar hef ég hef starfað í hinum ýmsu nefndum, stjórnum og gengt embættum allt frá árinu 1996, bæði hér heima sem og þar sem ég bjó erlendis. Ég er mjög skipulagður í störfum mínum og tel mig eiga gott með að vinna með fólki.

kær kveðja
Marteinn Jónasson
Félagi #2088

Meðstjórnandi

Mynd af þér

Ólafur Finnbogason

Kæru félagar í Stangaveiðifélagi Reykjavíkur

Ég hef ákveðið að bjóða mig aftur fram til stjórnar SVFR til næstu tveggja ára.

Ég hef verið í félaginu frá unga aldri með pásum og sleitulaust síðan 2001. Ég hef komið að árnefndarstörfum fyrir SVFR og var í skemmtinefnd félagins í nokkur ár og hef verið í stjórn félagsins síðastliðin fjögur ár. Ég starfa sem fasteignasali á Fasteignasölunnni Mikluborg og hef verið leiðsögumaður í bráðum 15 ár og aðallega við Langá sem mætti kalla flaggskip SVFR. Hef ég þó dregið úr allri leiðsögn samhliða stjórnarstörfum.

Ég er giftur Dögg Hjaltalín bókaútgefanda með meiru og eigum við þrjár dætur sem eru 2ja, 8 og 20 ár. Bæði erum við miklir áhugamenn um veiðar sem og dætur okkar.
Félagið hefur átt í mikilli baráttu síðustu ár og þó sérstaklega síðasliðið sumar vegna Covid 19 og sést vel til sólar og er bjart framundan hjá félaginu. Síðustu ár hafa gengið margir nýjir félagar í SVFR og var mikil gróska í félagsstarfinu fram að Covid 19. SVFR fékk tvö ný svæði fyrir sumarið í sumar og var þeim einungis úthlutað til félagsmanna SVFR og eru fullseldar eftir forúthlutun.

Ég hef þjálfað handbolta í tæplega 20 ár og unnið mikið í félagsstarfi meðal annars í Gróttu sem er mitt uppeldisfélag og tel ég að reynsla mín þar geti komið til góðs í stjórn SVFR og með henni aukið nýliðun hjá ungum veiðimönnum sem og að halda börnunum okkar við efnið á unglingsárunum sem er sá tími sem margir hætta að stunda stangveiði. Einnig hef ég rekið fyrirtæki okkar hjóna frá 2008 og mun sú reynsla nýtast mér í störfum.

Ég tel að Stangaveiðifélag Reykjavíkur eigi að taka forystu í baráttunni gegn laxeldi í sjó og virkjunarframkvæmdum sem getur haft óafturkræf áhrif á laxa- og silungastofna landsins. Ég er tilbúinn að leiða þá forystu ásamt stjórn félagsins og óska ég eftir stuðning ykkar til þess. . Einnig vill ég auka gegnsæi í félaginu með því að félagar sem eru eigendur félagsins geti fylgst með betur hvað sé að gerast innan félagsins.

Ég hlakka til að sjá ykkur sem flest á aðalfundi félagsins sem er í lok mánaðrins og óska ykkar stuðnings í því að byggja en betur upp gott félag.

Ég hvet ykkur að vera í sambandi ef þið hafið einhverjar spurningar eða viljið koma einhverju á framfæri hjá félaginu.

Sjáumst síðan á bökkunum í sumar með bognar stangir og bros á vör

Félagi #634

Meðstjórnandi

  • Mynd af þér
  • Mynd af þér

Ragnheiður Thorsteinsson

Kæru félagar
Mig langar að biðja um stuðning ykkar til áframhaldandi stjórnarsetu í Stangaveiðfélagi Reykjavíkur.
Stjórnarsetan síðustu tvö ár hefur verið litrík ,krefjandi og köflótt svo ekki sé meira sagt. Fyrra árið var afmælisár, þar sem félagsstarfið komst á skrið, og veiðimenn hittust og glöddust á fræðslu og skemmtikvöldum stoltir að vera í 81 árs gömlu félagi. Laxveiðin var hinsvegar í heildina arfaslök það sumar, og því lagði stjórnin á það áherslu að hækka ekki veiðileyfi umfram vísitölu fyrir árið 2020.

Covid hafði víðtæk áhrif árið 2020 veiðmenn skiluðu sér ekki til veiða og óvissan var mikil og stjórn og starfsfólk SVFR lagði mikla vinnu í að lágmarka fjárhagslegan skaða félagsins. Veiðin var sem betur fer þokkaleg og betur fór en á horfðist.

Sandá í Þistilfirði og Flekkudalsá á Fellsströnd bættust við veiðisvæði SVFR.

Félagslífið var hins vegar af skornum skammti vegna aðstæðna en með hækkandi sól standa vonir til að veiðisamfélagiðmuni koma saman og fræðast og spjalla um það sem þeim finnst allra skemmtilegast.

Félagsmenn eru uppistaða félagins og því ánægjulegt að sjá hversu margir hafa áhuga á að starfa fyrir félagið og bjóða sig fram til að starfa fyrir það. Óeigingjarnt starf þeirra er lykillinn í velgengni SVFR Þar liggur styrkur félagsins.

Um mig.
Ég gekk í félagið fyrir 23 árum og hef á þeim tíma unnið ýmis störf í þágu félagsins. Meðal annars sat ég í skemmtinefnd á árunum 2003-2006 , sat í 70 ára afmælisnefnd var í fulltrúaráði og á árunum 2010 – 2016 sat ég í stjórn félagsins og þekki því vel til þeirra verka sem þar þarf að vinna.
Ég vil taka þátt í að efla samfélag veiðikvenna og manna. Samfélag sem gengur til veiða í hófsemi og með virðingu fyrir bráðinni.
Ég vil efla ungmennastarfið og að SVFR verði í fararbroddi við að kynna gildi veiðiíþróttarinnar fyrir ungum veiðimönnum.
Ég vil sinna markmiðum SVFR, um að nógu mörg og fjölbreytt veiðisvæði standi félagsmönnum til boða. Bjóða upp á fræðslu um veiðisvæði og kennslu í öllu því sem við kemur stangveiðinni.
Ég vil að náttúran fái að njóta vafans. Ég hlusta á rök fræðasamfélagsins þegar kemur að verndun náttúrunnar.
Ég er 55 ára gömul, gift og á stóra og samhenta fjölskyldu Ég er menntuð sem fjölmiðlafræðingur og hef unnið við framleiðslu og dagskrárgegerð í sjónvarpi í 30 ár. Ég greindist ung með veiðibakteríuna og hóf mínar veiðar í Hraunholtslæknum í Garðahreppi
Ég er stolt af mínu framlagi til SVFR og óska því eftir stuðningi þínum til áframhaldandi stjórnarsetu á aðalfundi félagsins þann 25.febrúar 2021

Með kærri veiðikveðju
Félagi 557
Ragnheiður Thorsteinsson

1