Félagsmönnum sem greitt hafa félagsgjaldið fyrir 2021 er heimilt að senda inn eina umsókn pr. ársvæði. Skylda er að taka allar stangirnar og tilgreina hverjir veiðimennirnir eru pr. stöng. Umsækjandi og þeir sem eru skráðir fyrir hverri stöng þurfa allir að vera félagsmenn við skil á umsókninnni og hafa greitt félagsgjaldið fyrir 2021.

Við lok umsóknarfrests eru reikningar sendir út sem ber að greiða eða semja um greiðslu á innan 15 daga. Verði brestur á því áskilur SVFR sér rétt til að selja hollið öðrum.

Komi fleiri en ein umsókn um holl er dregið um hvor/hver fær hollið. Fyrirtkomulagið á drættinum er að dregið verður í beinni á samfélagsmiðli fyrir öll hollin sem fá fleiri en eina umsókn. Þegar umsóknarfresti líkur verður tilkynnt frekar með hvaða hætti og á hvaða tíma drátturinn verður. Hafður er þessi háttur á drættinum vegna COVID.

Umsókn í Flekkudalsá og/eða Sandá krefst ekki notkunar á A,B eða C leyfum.

Umsóknarfrestur er til og með sunnudagsins 15. nóvember.

Flekkudalsá
Allt 2 daga holl, 3 stangir allt tímabilið

Sandá
Allt 3 daga holl, 3-4 stangir

24.06-09.07 3 stangir
09.07-14.08 4 stangir, 10 tíma veiði pr. dag
14.08-22.09 3 stangir, heimilt að veiða á 4 stangir

Stangarverðið er félagsverð pr. dag, pr. stöng! Stangarverðið er birt með fyrirvara um innsláttarvillur.