Almennar upplýsingar

 • Staðsetning: Fellsströnd. Tæplega 200 km frá Reykjavík og 40 km frá Búðardal.
 • Veiðisvæði: Veiðisvæðið nær yfir Flekkudalsá, Kjarlaksstaðaá og Tunguá.
 • Tímabil: 1.júlí til 11. september.
 • Veiðileyfi: Veitt er í tvo daga í senn, frá hádegi til hádegis, nema í opnun þegar veitt er frá morgni 1 júlí til hádegis 3. júlí.
 • Daglegur veiðitími: 7.00–13.00 og 16.00–22.00 en frá og með 14. ágúst kl. 7.00–13.00 og 15.00– 21.00.
 • Fjöldi stanga: 3
 • Leyfilegt agn: Fluga.
 • Vinsælar flugur: Svört Frances, Rauð Frances, Sunray Shadow, Collie Dog, Gáru-túpa.
 • Meðalveiði: Um 200 laxar á ári.
 • Kvóti: Leyfilegt er að hirða einn lax á stöng á dag. Skylt er að sleppa öllum laxi yfir 70 cm.
Veiðikort

Veiðihús

 • Herbergi: 3 tveggja manna herbergi.
 • Svefnpláss: Fyrir 6 manns
 • Vöðlugeymsla: Nei
 • Gufubað:
 • Fjöldi sænga: 6

Flekkudalsá hentar afar vel samstilltum hópum og fjölskyldum enda fylgir rúmgott og afar vel útbúið veiðihús með þremur tveggja manna svefnherbergjum.

Góður sólpallur er við húsið, gufubað og gasgrill.  Í húsinu er bakaraofn, sjónvarp og helsti borðbúnaður fyrir að lágmarki 6 manns.

Lyklar að húsinu eru í sérstöku lyklahúsi sem opnast með kóða. Fólksbílafært er að veiðihúsinu.

 

Veiðin

Flekkudalsá er vinsæl laxveiðiperla á Fellströnd með góðu veiðihúsi. Veiðisvæðin samanstanda af veiði í Flekkudalsá, Tunguá og Kjarlaksstaðaá.  Flekkudalsá  er stanga laxveiðiá í fögru umhverfi Flekkudals. Veiðistaðir eru fjölmargir og fjölbreyttir og hentar áin afar vel fyrir fluguveiði.

Í ánum þremur eru tæplega 50 merktir veiðistaðir.

 

Leiðarl‎‎ýsing að veiðihúsi

Ekið er sem leið liggur framhjá Búðardal á vegi nr. 60. Síðan er beygt út á Fellströnd (nr. 590) og veiðihúsið er skammt frá veginum hægra megin, rétt áður en komið er að brúnni yfir Flekkudalsá.

Annað

Veiðireglur: Veitt er á þrjár stangir í ánni frá 1. júlí til 11. september og eru stangirnar ávallt seldar saman.  Kvóti er 1 laxar á stöng á dag. Skylt er að sleppa öllum laxi 70 cm og stærri. Veiðimenn eru hvattir til að taka hreistursýni.. Gott kort af ánni má prenta út af vef SVFR.