Gisting

Engin gisting er í boði.

Tímabil

Vor, urriði:
01. maí til 5. júní
Sumar, lax:
20. júní til 15. september

Veiðin

Vor, urriði:
2 stangir, fyrir og eftir hádegi. Eingöngu fluga.
Sumar, lax:
4-6 stangir, fyrir og eftir hádegi. Eingöngu fluga, öllum fiski sleppt.

Hentar

Veiðimönnum á öllum aldri, byrjendum og lengra komnum.

Almennar upplýsingar

Leiðarlýsing
Elliðaár – veiðistaðakort
Elliðaár – árnefndarskýrsla 2019
Reykjavík
Mostly Cloudy
10:3615:53 GMT
Feels like: -4°C
Wind: 13km/h ESE
Humidity: 78%
Pressure: 1008.81mbar
UV index: 0
TueWedThu
6/6°C
10/6°C
7/4°C
Staðsetning: Elliðaárdalur í Reykjavík
Lengd ársvæðis: 5 km
Lengd veiðisvæðis: 4 km
Aðengi að veiðihúsi: Fólksbílafært
Aðengi að veiðistöðum: Fólksbílafært. Nokkur ganga á suma veiðistaði.
Meðalveiði: 1.000 laxar
Veiðisvæði 3
Merktir veiðistaðir: 73
Vor, urriði
Veiði hefst: 01. maí
Veiði líkur: 05. júní
Veiðifyrirkomulag: 1/2 dagur, fyrir og eftir hádegi
Morgunvakt: 07:00-13:00
Eftirmiðdagsvakt: 15:00-21:00
Vinsælar flugur: Hinir ýmsu kúluhausar, þurrflugur og straumflugur
Fjöldi stanga: 2 fyrir og eftir hádegi
 
Sumar, lax
Veiði hefst: 20. júní
Veiði líkur: 15. september
Veiðifyrirkomulag: 1/2 dagur, fyrir og eftir hádegi
Morgunvakt: 07:00-13:00
Eftirmiðdagsvakt: 15:00-21:00
Vinsælar flugur: Frances, Green Butt, Sunray Shadow, Silver sheep.
Fjöldi stanga:
– 20. júní til 30. júní 4 fyrir og eftir hádegi
– 01. júlí til 15. ágúst 6 fyrir og eftir hádegi
– 16. ágúst til 15. sept. 4 fyrir og eftir hádegi

Umsjón og veiðivarsla

Veiðiumsjón SVFR
Vaktsími: 821 3977
Tölvupóstfang: [email protected]
Neyðarlínan 24/7: 112

Elliðaárnar

Það er harla fágætt að geta stundað laxveiðar í miðri höfuðborg, en við Íslendingar getum stært okkur af því. Elliðaárnar eru perla Reykjavíkur og heimavöllur SVFR. Áin er aðgengileg og hafa margir stigið sín fyrstu skref í veiðinni á bökkum þeirra enda árnar einstaklega fjölskylduvænar.

Sumarveiði – Lax

Veiðin hefur verið stöðug og góð undanfarin ár, en meðalveiði síðustu 9 ára er tæplega 1.000 laxar. 960 laxar veiddust sumarið 2018.

Við ítrekum að öllum laxi skal sleppt, en sleppiskylda er breyting fyrir 2020.

Í september er eingöngu veitt fyrir ofan Árbæjarstíflu, það eru ekki svæðaskiptingar en veiðimenn eru beðnir um að mæta 20 mínutum fyrir veiðitíma á skrifstofu SVFR og ræða við veiðivörð.

Hér er að finna góða leiðsögn frá Ásgeiri Heiðari, leiðsögumanni veiðimanna til áratuga, um hvernig hægt er að veiða þekkt maðkasvæði með flugu.

Hér er hlekkur í teljarann. 

Elliðaárnar aðeins veiddar með flugu VM210
[justified_image_grid orderby=rand last_row=hide limit=9 rml_id=2]

Vorveiði – Urriði

SVFR býður upp á stórskemmtilega vorveiði á urriða í Elliðaánum í maí. Veitt er á tvær stangir hálfan dag í senn. Aðeins er leyft að veiða á flugu í vorveiðinni.

Undanfarin ár hefur Stangaveiðifélagið gert félögum sínum kleift að ná úr sér veiðihrollinum með því að bjóða upp á stórskemmtilega vorveiði á urriða í Elliðaánum. Þessi tími hefur verið vel nýttur af veiðimönnum og hefur alla jafna veiðst vel. Lífríkið í ánni er mjög gott og stofn staðbundins urriða sterkur.

Veiðisvæðið nær frá Höfuðhyl að og með Hrauni. Best veiðist í efri hluta Elliðaánna og eru Ármótin og Höfuðhylur sterkustu hyljirnir í vorveiðinni. Athugið að ekki er leyft að veiða nær Elliðavatnsstíflu en 50 metra.