Almennar upplýsingar

 • Staðsetning: Rétt vestan við Selfoss – um 50 km frá Reykjavík
 • Veiðisvæði: Bíldsfellssvæðið er á vesturbakka Sogsins frá útfallinu við virkjunina að og með veiðistaðnum Neðstahorni en þar fyrir neðan eru Torfastaðaveiðar. Hluti veiðisvæðisins er því gegnt Syðri-Brú og hluti gegnt Ásgarði.
 • Tímabil: 28. júní til 23. september.
 • Veiðileyfi: Einn eða fleiri dagar í senn.
 • Daglegur veiðitími: Kl. 7.00–13.00 og 16.00–22.00 en frá og með 14. ágúst kl. 7.00–13.00 og 15.00– 21.00.
 • Fjöldi stanga: 3
 • Leyfilegt agn: Fluga
 • Vinsælar flugur: Svört Frances, Rauð Frances, Sunray Shadow, Collie Dog.
 • Meðalveiði: Um 190 laxar á ári
 • Kvóti: Einn lax á stöng á dag undir 69 sm. Öllum fiski yfir 69 sm skal sleppa.
Veiðikort 1 Veiðikort 2 Skýrsla árnefndar 2018

Veiðihús

 • Herbergi: 4 tveggja manna herbergi
 • Svefnpláss: Fyrir 8 manns
 • Vöðlugeymsla:
 • Fjöldi sænga: 10

Á staðnum er afar gott veiðihús með tveimur tveggja manna herbergjum. Gamla húsið var tekið í gegn veturinn 2017 og er hið glæsilegasta. Ný og glæsileg viðbygging var tekin í notkun sumarið 2012 og í því eru tvö tveggja manna herbergi til viðbótar. Í húsinu er hiti, rafmagn og steypibað. Afar vel fer um veiðimenn í Bíldsfelli.

Veiðimenn mega koma í húsið klukkustund áður en veiðitími hefst og ber að rýma það klukkustund eftir að veiðitíma lýkur. Veiðimenn leggja sjálfir til mat, hreinlætisvörur, rúmföt og handklæði. Á staðnum eru bakaraofn, gasgrill, klósettpappír, sængur og koddar. Menn eru beðnir um að þrífa húsið vel og taka allt rusl með sér er þeir yfirgefa húsið.

Nánari upplýsingar gefa Árni og Guðmundur Þorvaldssynir, í síma 482-2671.

Húsið stendur opið og eru veiðimenn beðnir að skilja það eftir opið við brottför. Lyklar að húsinu hanga á vegg inni í húsi vilji menn læsa þegar þeir eru við veiðar. Fólksbílafært er að húsinu.

Veiðin

Þar skiptast á veiðilegir strengir, straumbrot og ólgur og veiðimenn því ævinlega „rétt byrjaðir“ þegar veiðiferð lýkur. Í Soginu máttu eiga von á 20 pundurum, það veiðast nokkrir slíkir flest sumur, og bleikjuveiðin stendur í raun allt sumarið.

Veiðisvæði Bíldsfells er víðfemt og fiskar geta leynst víða. Það er ekki fyrir óvana að lesa í vatnið á svæðinu og á það sinn þátt í að skapa leyndardóma Bíldsfells. Þrátt fyrir að áin sé stór og breið þá er hægt að skipta henni upp og veiða hvert svæði eins og verið væri að veiða einn hyl í talsvert minni á. Það er hægt að vaða útí á einum stað, veiða sig niður einn „streng” og við endann á honum, taka nokkur skref aftur á bak og veiða niður næsta „streng”. Þannig er nánast hægt að segja að Bíldsfells svæðið sé einn samfelldur veiðistaður.

Víða hentar vel að vera með tvíhendur en það er engan veginn nauðsynlegt og víða eru einhendur besta veiðitækið.

Leiðarl‎‎ysing að veiðihúsi

Ef komið er frá Reykjavík er beygt til vinstri upp Grafningsveg (vegur 350) áður en komið er að brúnni yfir Sogið hjá Þrastarlundi. Að afleggjaranum að Bíldsfelli eru um 5 km. Sá afleggjari er ekinn alveg niður að á, þar sem veiðihúsið stendur

ANNAÐ

Skylt er að sleppa öllum veiddum laxi en leyfilegt er að taka silung í soðið.

Bíldsfell